25.5.2010 | 10:06
Aðeins of seint...
Mér finnst skrítið að fólk skuli stökkva upp á nef sér yfir svona fréttum.
Fólk sem ákveður að sniðganga fyrirtæki eins og Google út af því að það óttast að Google sé að verða "stóri bróðir" eða vill ekki snerta Facebook með 10 metra priki því það óttast að fyrirtæki úti í heimi komist yfir gögnin sín er í lang flestum tilfellum fólk sem notar séreignahugbúnað eins og Microsoft Windows eða Mac OS X stýrikerfið. Internet-vafra eins og Internet Explorer eða Safari.
Það fær ENGINN að skoða undir húddið á hugbúnaðinum sem flestir, einstaklingar og fyrirtæki, keyra allan daginn, alla daga. Stýrikerfi eins og Microsoft Windows og Mac OS X gera allt sem höfundur stýrikerfissins vill að það geri. Það getur njósnað um þig, það getur breytt eiginleikum sínum frá þeim eiginleikum sem hugbúnaðurinn hafði þegar notandinn keypti hann (t.d. með þvinguðum sjálfvirkum uppfærslum, bæði í Mac OS X og Windows 7) .
Hvernig þætti fólki að keyra um á bílum sem væru þess eðlis að vélarhlífin væri soðin föst? Að fólk ætti yfir höfði sér lögsóknir frá einhverjum af stærstu fyrirtækjum heims ef það reyndi að skoða undir hana til að afla sér upplýsinga. Það gæti ekki einusinni borgað vini sínum, sem gæti verið bifvélavirki eða vélaverkfræðingur, fyrir að skoða undir vélarhlífina?
Á meðan fólk lætur séreignahugbúnaðarfyrirtækin stjórna lífi sínu, líf sem fólk í eyðir meira og meira fyrir framan tölvuskjá, get ég því miður ekki tekið mark á svona vænissýki.
Ég er ekki að "vernda" Google, en hin fyrirtækin hafa það forskot að hreinn meirihluti notenda notar lokaða séreignahugbúnaðinn þeirra allan daginn alla daga. BÆÐI þegar viðkomandi heimsækir efni þar sem Google getur aflað upplýsinga, sem og allar aðrar síður.
Svo ég taki vænissýkina upp á nýtt stig: Ég mundi ALDREI treysta stýrikerfi sem er séreignahugbúnaður til að stjórna samskiptum við innbyggðu vefmyndavélina í fartölvunni minni eða við innbygða hljóðnemann. Ég get ekki vitað hvenær hún tekur myndir eða tekur upp hljóð né hvert stýrikerfið ákveður að senda efnið. Kannski kom þessi "fídus" í sjálfvirkri uppfærslu frá stýrikerfisrisanum sem ákveður fyrir mig hvað hugbúnaðurinn má gera sem ég keyri á tölvunni minni?
Frjáls hugbúnaður virðir frelsi notandans til taka þátt í samfélagi manna og frelsið til að læra um heiminn í þeim tilgangi að bæta hann, sjálfum sér og öðrum til bóta:
Richard Stallman stofnaði Free Software Foundation árið 1985:
Mér finnst þetta annars léleg þýðing á frétt, nema upprunalega fréttin hafi verið svona bjánaleg líka. Ég get allavega ekki séð hvernig hægt er að taka ljósmyndir af þráðlausum staðarnetum og setja þær í StreetView. Þráðlaus net vinna á 2.4 GHz sem er LANGT fyrir neðan sjáanlegar tíðnir rafsegulsviðs (ljós).
Vilja koma böndum á Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kæfusafi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar